Lífið

Ný plata frá Garðari Thor

Ný plata er væntanleg úr smiðju Garðars Thors Cortes. Platan hefur hlotið nafnið „When You Say You Love Me", og hefur verið í vinnslu frá því í haust. Þetta er önnur plata Garðars, en sú fyrri, Cortes, seldist í um 70 þúsund eintökum, og er Garðar meðal annars tilnefndur til Bresku tónlistarverðlaunanna fyrir hana. Þá hafa gagnrýnendur hlaðið tenórinn unga lofi, og blöð á borð við Newsweek og The Independent líkt honum við Luciano Pavarotti.

Platan kemur út í Bretlandi þann níunda júní, en fyrsta smáskífan af plötunni kemur út þann 26. maí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.