Lífið

Ciccolina vill milljónir í meðlag

Þingmaðurinn fyrrverandi og klámstjarnan Ciccolina hefur stefnt fyrrverandi fyrrverandi eiginmanni sínum, listamanninninum Jeffrey Koons, og krefur hann um milljónir dollara vegna vangreiddra meðlagsgreiðslna.

Ciccolina, sem réttu nafni heitir Ilona Staller, segir Koons skulda sér 2,4 milljónir dollara, eða sem samsvarar rúmum 180 milljónum króna, til framfærslu á fimmtán ára syni þeirra.

Koons var í ítölskum rétti í fyrra dæmdur til að greiða eiginkonunni fimmtán þúsund evrur á mánuði, afturvirkt til 1998. Listamaðurinn hefur hingað til greitt samtals 191,426 evrur, og reiknast lögfræðingum Ciccolinu í New York svo til að það sem út af standi samsvari 2,4 milljónum dollara.

Hjónin hittust í byrjun tíunda áratugarins, þegar Koons réð leikkonuna til að sitja fyrir á erótískum myndum. Þau giftu sig í Búdapest árið 1991, en skyldu þremur árum síðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.