Lífið

Heather vill meiri pening

Heather finnur fyrir dýrtíðinni.
Heather finnur fyrir dýrtíðinni.
Heather Mills er langt því frá sátt við milljarðana þrjá sem henni voru skammtaðir í skilnaðarmáli hennar og Pauls McCartney. Sú upphæð var ákveðin út frá því að eignir Pauls væru metnar á rúmar fjögur hundruð milljónir punda, en Heather vill hinsvegar meina að sú tala sé nær átta hundruð milljónum.

Hún hefur því ráðið endurskoðendur til að rýna í fjármál Pauls, og vonar að skilnaðarbæturnar verði hækkaðar í kjölfarið. Þetta er þó alls ekki gert af græðgi. Heather hefur nefnilega sagt það ómögulegt að framfleyta þriggja ára dóttur þeirra á þeim aumu fimm milljónum sem hún fær árlega til að framfleyta dótturinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.