Lífið

Tyra Banks þolir ekki Jay Emanuel

Tyru Banks semur arfailla við samstarfsmenn sína í Americas Next Top Model, og hugleiðir nú að hætta í þættinum.

Það er fyrst og fremst stílistinn Jay Emanuel sem fer í pirrurnar á Tyru, og samkvæmt heimildum OK tímaritsins talast þau ekki við. Hann er þó ekki sá eini sem fyrirsætan hefur takmarkaðan áhuga á samskiptum við. Heimildamaður blaðsins segir hana vart hitta keppendurna, nema þá í úrslitaþáttunum.

Ástæða áhugleysisins er sögð vera sú að Tyra einbeiti sér nú helst að spjallþætti sínum, „The Tyra Banks Show". Þar hafi hún loksins fengið tækifæri til að ræða við viðmælendur með vigt - jafnt andlega og líkamlega - á borð við fosetaframbjóðendurna Barack Obama og Hillary Clinton. Módelin hafi því misst sjarmann, og þátturinn með.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.