Enski boltinn

Tveir leikmenn Southampton handteknir vegna þjófnaðar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bradley Wright-Phillips í baráttunni.
Bradley Wright-Phillips í baráttunni.

Tveir leikmenn Southampton voru handteknir í dag vegna þjófnaðar á næturklúbbi. Bradley Wright-Phillips og Nathan Dyer voru yfirheyrðir en þeir rændu frá starfsfólki á Bar Bluu næturklúbbnum.

Þjófnaðurinn náðist á myndband en öryggismyndavél var í starfsmannaherberginu sem Wright-Phillips og Dyer fóru inn í. Þeir tóku meðal annars þrjá farsíma, 145 pund, námsmannakort og sígarettur.

Wright-Phillips var tekinn úr leikmannahópi Southampton laugardaginn eftir atvikið og verður ekki í hópnum sem mætir Leicester í kvöld. Southampton er í 19. sæti ensku 1. deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×