Enski boltinn

Ferdinand verður fyrirliði í París

NordcPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand mun bera fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu í æfingaleik þess gegn Frökkum í París annað kvöld.

Flestir reiknuðu með því að það yrði annað hvort Steven Gerrard eða John Terry sem fengju að bera bandið í leiknum, en í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu kemur fram að Fabio Capello landsliðsþjálfari ætli að skipta fyrirliðahlutverkinu milli nokkurra leikmanna í æfingaleikjum þangað til hann nefnir varanlegan fyrirliða áður en undankeppni HM hefst næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×