Enski boltinn

Ég á enga vini í Arsenal

Gallas og Terry eru mestu mátar
Gallas og Terry eru mestu mátar NordcPhotos/GettyImages

William Gallas segist enn ekki eiga sanna vini í liði Arsenal og viðurkennir að hann eigi fleiri vini hjá fyrrum félagi sínu Chelsea. Hann segir John Terry vera sér ákveðin fyrirmynd.

Gallas lét þessi orð falla í viðtali við franska fjölmiðla í gær og var stuttur í svörum þegar hann var spurður að því hverjir væru bestu vinir hans í Arsenal liðinu.

"Þeir eru meira kunningjar mínir. Ég kann vel við Theo Walcott, en hann er miklu yngri en ég. Það eru raunar strákarnir hjá Chelsea sem eru vinir mínir. Strákar eins og Frank Lampard, John Terry, Wayne Bridge og Joe Cole. Það er alltaf gaman að hitta þá aftur. Við Terry spjöllum til dæmis alltaf vel saman þegar við hittumst. Það er alltaf eitthvða sérstakt á milli okkar. Ég kann vel við andann í honum. Hann er stríðsmaður og hann er mér ákveðin fyrirmynd þó hann sé yngri en ég," sagði Gallas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×