Lífið

BMV vinsæll í Kosovo og Balí

BMV
BMV

Nýjasta lag tónlistar- og útvarpsmannsins Brynjars Más Valdimarssonar, Endlessly, er að gera það gott bæði á Balí og í Kosovo. BMV eins og hann kallar sig flýgur upp vinsældalista útvarpsstöðva á þessum svæðum og eru menn greinilega yfir sig hrifnir af stráknum.

Því hefur meðal annars verið fleygt fram að Brynjar sé það heitasta sem komið hefur frá Íslandi síðan Björk steig fram á sjónarsviðið.

Endlessly er komið í 26.sæti yfir 40 vinsælustu lögin á Balí hjá útvarpsstöðinni Phoenix Radio en það mun vera ein vinæslasta stöð unga fólksins þar. Phoenix Radio spilar eingöngu vinsælustu lögin í heiminum hverju sinni og er BMV eini óþekkti tónlistarmaðurinn á listanum.

Strákurinn er einnig að gera það gott á útvarpsstöðinni Radio Vala Rinore í Kosovo en sú stöð sendir út frá höfuðborg Kosovo, Pristina. Þar vermir lagið 5.sæti rétt á eftir Madonnu og Justin Timberlake.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.