Lífið

Ekki þrautalaust að birta fyrstu myndirnar af tvíburum J-Lo

Heimurinn fær loksins að berja tvíbura Jennifer Lopez og Marc Anthony augum í nýjasta hefti People tímaritsins. Þó nokkur slúðurblöð slógust um að fá að birta fyrstu myndirnar af börnunum, og hreppti People hnossið fyrir rest.

Samningarnir gengu þó ekki þrautalaust fyrir sig. Lopez er þekkt fyrir fá sínu fram, og brá ekki út af vananum í þetta sinn.

Samkvæmt heimildum The Scoop lagði Lopez ofuráherslu að hún yrði alls ekki fyrir nokkra muni kölluð J-Lo í greininni, enda væri það skeið ævi hennar liðið. Þá var spurningin um hver ætti að taka myndirnar. Ekki það að dívan hefði áhyggjur af því hvaða stjörnuljósmyndari fengi að berja sykursætt líf hjónanna augum, heldur vildi hún að eiginmaðurinn - sem er mikill áhugamaður um ljósmyndun - fengi að smella af.

Tímaritið, sem greiddi litlar sex milljónir dollara fyrir að fá að birta myndirnar, var einhverra hluta vegna ekki hrifið af þeirri hugmynd.

Sú fjárhæð var reyndar ívið hærri en hjá öðrum nýbökuðum Hollywood-mæðrum. Samkvæmt slúðurkónginum Perez Hilton fékk Angelina Jolie fjórar milljónir dollara fyrir myndirnar af Shiloh litlu, Christina Aguilera fékk tvær milljónir en Nicole Richie fékk ekki nema eina.

Brangelina gaf ágóðann af sínum barnamyndum til góðgerðamála, en ekkert slíkt mun vera ráðgert hjá tvíburaforeldrunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.