Enski boltinn

Anichebe velur Nígeríu

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn ungi Victor Anichebe virðist nú ætla að helga Nígeríu landsliðsferil sinn í knattspyrnu, en hann verður í U-23 ára landsliðinu í leik gegn Suður-Afríku í undankeppni ÓL annað kvöld.

Anichebe er aðeins 18 ára gamall og hefur til þessa verið löglegur með enska landsliðinu, en Nígeríumenn geta tryggt sér sæti á ÓL með sigri annað kvöld.

Miðjumaðurinn Obi Mikel hjá Chelsea var líka kallaður í nígeríska hópinn fyrir leikinn annað kvöld en hann ku ekki hafa skilað sér til Abuja á tilsettum tíma ef marka má Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×