Enski boltinn

Keegan vill að Owen fái nýjan samning

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen.
Michael Owen.

Kevin Keegan hefur biðlað til eigenda félagsins að þeir geri nýjan samning við sóknarmanninn Michael Owen til að eiga ekki á hættu að missa leikmanninn.

Samningur Owen rennur út eftir næsta tímabil og beðið er með viðræður um nýjan þar til Newcastle hefur tryggt sér veru í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Owen skoraði annað mark Newcastle í 2-0 sigri á Fulham um helgina. „Það á að hefja viðræður við hann um nýjan samning samstundis, ekki í næstu viku," segir Keegan.

„Michael mun ekki hætta að skora, hann mun ekki hætta að vegja athygli og mun halda áfram að vera á óskalista annarra liða. Í dag er hann þó leikmaður okkar. Honum líður vel hjá félaginu og við munum ekki fá leikmann sem er betri en hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×