Enski boltinn

Rooney og Lampard æfðu í morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wes Brown, Wayne Rooney og Rio Ferdinand skokka hér á æfingunni í morgun. Líklega ansi sáttir með úrslit gærdagsins.
Wes Brown, Wayne Rooney og Rio Ferdinand skokka hér á æfingunni í morgun. Líklega ansi sáttir með úrslit gærdagsins.

Frank Lampard og Wayne Rooney tóku báðir þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun. Þeir eru því tilbúnir í slaginn fyrir vináttulandsleikinn gegn Frakklandi á miðvikudag.

Lampard varð fyrir höggi í 2-1 sigri Chelsea á Arsenal í gær en það virtist ekki há honum í morgun. Þá höfðu menn áhyggjur af því að Rooney hefði meiðst á hné í 3-0 sigri Manchester United á Liverpool.

Allir 23 leikmennirnir í enska hópnum voru mættir til æfinga, þar á meðal fyrrum fyrirliðinn David Beckham. Eins og sjá má á myndinni hér til vinstri snjóaði á meðan æfingunni stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×