Lífið

Bítlarnir heiðraðir í Háskólabíói

Eyjólfur Kristjánsson var ein aðalsprautan á Bítlatónleikunum.
Eyjólfur Kristjánsson var ein aðalsprautan á Bítlatónleikunum. Mynd/ Stefán

Hljómplatan Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, sem er eitt af meistaraverkum Bítlanna, var flutt í heild sinni á tvennum tónleikum í Háskólabíói í gær. Auk þess voru mörg af vinsælustu lögum Bítlanna flutt og voru þau sérstaklega útsett fyrir þessa tónleika.

„Þetta var alveg meiriháttar," sagði Eyjólfur Kristjánsson söngvari þegar Vísir hafði samband við hann. Eyjólfur kveðst vera mikill Bítlaaðdáandi og búinn að vera það lengi. „Ég byrjaði náttúrulega minn feril í hljómsveit sem við kölluðum Bítlavinafélagið, þannig að ég þekki þessa tónlist vel," segir Eyjólfur. Hann segir að tvennir tónleikar hafi verið haldnir fyrir fullu húsi og telur að ágætlega hafi tekist til.

Einvalalið flutti Bítlalögin. Fyrir utan Eyjólf Kristjánsson og 10 manna rokksveit Jóns Ólafssonar komu fram Stefán Hilmarsson, Daníel Ágúst Haraldsson, KK, Björgvin Halldórsson, Sigurjón Brink og 40 hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.