Enski boltinn

Ferguson: Menn sýndu þroska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson klappar sínum mönnum lof í lófa í dag.
Alex Ferguson klappar sínum mönnum lof í lófa í dag. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með sína menn og sagði þá hafa sýnt mikinn þroska með frammistöðu sinni í 3-0 sigri liðsins á Liverpool.

„Við höfum fylgst með þroskaferli þeirra síðustu sex mánuðina og í dag náði ferlið hápunktinum," sagði Ferguson í samtali við Sky Sports.

Spurður um rauða spjaldið sem Javier Mascherano, leikmaður Liverpool, fékk í leiknum sagði Ferguson að hann hafi haldið áfram að áreita dómarann þrátt fyrir að hann væri þegar kominn með gult.

„Við höfum áður rætt um framkomu gagnvart dómurum og ég held að hann hafi sýnt dómaranum vanvirðingu," sagði Ferguson. Hann neitaði þó að segja að titilinn væri svo gott sem kominn í höfn.

„Þessi barátta verður allt fram á síðustu stundu enda gengur vel hjá Chelsea og Arsenal. Við unnum hér sterkt Liverpool-lið í dag og til þess þurftum við að spila vel."

Rooney tók í svipaðan streng og fagnaði því að vera kominn með smá forskot á Chelsea og Arsenal. Hann hafði enn fremur ekki áhyggjur af því að hann væri ekki að skora mikið af mörkum þessa stundina.

„Ég er ánægður með sigurinn. Ég veit að mörkin munu koma," sagði hann."

Tengdar fréttir

Öruggur sigur United á Liverpool

Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×