Öruggur sigur United á Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 14:19 Wes Brown kemur United yfir í fyrri hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var Wes Brown sem kom United á 34. mínútu en meira jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari. United var þó án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum og uppskar tvö síðbúin mörk í síðari hálfleik, frá Cristiano Ronaldo og Nani. United er því með sex stiga forystu á topp deildarinnar en hún mun minnka eftir leik Chelsea og Arsenal sem hefst klukkan 16.00. Byrjunarlið Liverpool var óbreytt frá sigur liðsins á Reading í vikunni en það þýddi að Ryan Babel hélt sæti sínu á miðjunni. Liverpool hafði fyrir leikinn ekki unnið United í síðustu sjö deildarleikjum liðsins en Ronaldo hafði heldur ekki skorað gegn Liverpool í jafnmörgum leikjum. United er þar að auki annað tveggja úrvalsdeildarliða sem Liverpool hefur ekki unnið undir stjórn Rafael Benitez - hitt er Birmingham. Hjá United voru þeir Edwin van der Sar og Rio Ferdinand komnir í byrjunarliðið á nýjan leik en þeir Carrick, Anderson, Scholes, Giggs og Ronaldo á miðjunni með Rooney frammi. Fyrsta færið kom á sjöttu mínútu er Rooney var við það að komast einn gegn Reina markverði en sá síðarnefndi sá við hinum eftir að Carragher hafði sett mikla pressu á Rooney. Ronaldo átti síðan skot af stuttu færi í utanverða stöngina um miðjan hálfleikinn en Gerrard svaraði fyrir Liverpool með góðu skoti sem fór rétt yfir markið skömmu síðar. United hafði verið duglegt að dæla háum boltum inn á teig og eftir eina slíka sendingu frá Giggs frá vinstri var Wes Brown á undan Reina í boltann og skallaði í markið. Markið kom á 34. mínútu. Til að gera illt verra fékk Javier Mascherano sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liverpool átti aukaspyrnu og einhverra hluta vegna hljóp Mascherano að Steve Bennett, dómara leiksins, til að rífast í honum. Mascherano uppskar gult og sá argentínski missti algerlega stjórn á skapinu. Hann lét Bennett heyra það og þurfti nokkra starfsmenn Liverpool til að róa hann niður. Á endanum kom Benitez sjálfur til að reyna að lægja öldurnar. Liverpool fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik og United hafði þó nokkra yfirburði. Á 72. mínútu fengu heimamenn gott færi er Rooney tók vænan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir Anderson sem var einn á auðum sjó en skaut hátt yfir. Skömmu síðar kom Carlos Tevez inn á og var ekki lengi að koma sér í færi. Reina sá hins vegar við honum. Á 79. mínútu fékk Ronaldo boltann og var einn gegn Reina í markinu. En ótrúlega nokk tókst honum ekki að skora, heldur varði Reina í slána og yfir. Ronaldo var á mörkunum að vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft og því hornspyrna dæmd. Upp úr henni skoraði svo Ronaldo loksins gegn Liverpool, og var sýnilega létt. Forysta United var verðskulduð og aðeins tveimur mínútum síðar var Nani búinn að bæta við þriðja markinu með glæsilegu skoti eftir laglegan samleik við Rooney. Nani kom inn á sem varamaður á sama tíma og Tevez og átti einnig hornspyrnuna sem gaf annað mark United. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan sætur sigur United-manna. Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var Wes Brown sem kom United á 34. mínútu en meira jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari. United var þó án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum og uppskar tvö síðbúin mörk í síðari hálfleik, frá Cristiano Ronaldo og Nani. United er því með sex stiga forystu á topp deildarinnar en hún mun minnka eftir leik Chelsea og Arsenal sem hefst klukkan 16.00. Byrjunarlið Liverpool var óbreytt frá sigur liðsins á Reading í vikunni en það þýddi að Ryan Babel hélt sæti sínu á miðjunni. Liverpool hafði fyrir leikinn ekki unnið United í síðustu sjö deildarleikjum liðsins en Ronaldo hafði heldur ekki skorað gegn Liverpool í jafnmörgum leikjum. United er þar að auki annað tveggja úrvalsdeildarliða sem Liverpool hefur ekki unnið undir stjórn Rafael Benitez - hitt er Birmingham. Hjá United voru þeir Edwin van der Sar og Rio Ferdinand komnir í byrjunarliðið á nýjan leik en þeir Carrick, Anderson, Scholes, Giggs og Ronaldo á miðjunni með Rooney frammi. Fyrsta færið kom á sjöttu mínútu er Rooney var við það að komast einn gegn Reina markverði en sá síðarnefndi sá við hinum eftir að Carragher hafði sett mikla pressu á Rooney. Ronaldo átti síðan skot af stuttu færi í utanverða stöngina um miðjan hálfleikinn en Gerrard svaraði fyrir Liverpool með góðu skoti sem fór rétt yfir markið skömmu síðar. United hafði verið duglegt að dæla háum boltum inn á teig og eftir eina slíka sendingu frá Giggs frá vinstri var Wes Brown á undan Reina í boltann og skallaði í markið. Markið kom á 34. mínútu. Til að gera illt verra fékk Javier Mascherano sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liverpool átti aukaspyrnu og einhverra hluta vegna hljóp Mascherano að Steve Bennett, dómara leiksins, til að rífast í honum. Mascherano uppskar gult og sá argentínski missti algerlega stjórn á skapinu. Hann lét Bennett heyra það og þurfti nokkra starfsmenn Liverpool til að róa hann niður. Á endanum kom Benitez sjálfur til að reyna að lægja öldurnar. Liverpool fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik og United hafði þó nokkra yfirburði. Á 72. mínútu fengu heimamenn gott færi er Rooney tók vænan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir Anderson sem var einn á auðum sjó en skaut hátt yfir. Skömmu síðar kom Carlos Tevez inn á og var ekki lengi að koma sér í færi. Reina sá hins vegar við honum. Á 79. mínútu fékk Ronaldo boltann og var einn gegn Reina í markinu. En ótrúlega nokk tókst honum ekki að skora, heldur varði Reina í slána og yfir. Ronaldo var á mörkunum að vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft og því hornspyrna dæmd. Upp úr henni skoraði svo Ronaldo loksins gegn Liverpool, og var sýnilega létt. Forysta United var verðskulduð og aðeins tveimur mínútum síðar var Nani búinn að bæta við þriðja markinu með glæsilegu skoti eftir laglegan samleik við Rooney. Nani kom inn á sem varamaður á sama tíma og Tevez og átti einnig hornspyrnuna sem gaf annað mark United. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan sætur sigur United-manna.
Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira