Lífið

Dóttir Harry Potter höfundar bjargaði lífi hennar

J. K. Rowling.
J. K. Rowling. Mynd/ Getty.

Höfundur Harry Potter bókanna, JK Rowling, segir að hún hafi upplifað þunglyndi og sjálfsvígshugsanir eftir skilnað við fyrsta eiginmann sinn.

Rowling fékk hugræna atferlismeðferð vegna mikilla sjálfsvígshugsana sem hún hafði eftir skilnaðinn við portúgalska blaðamanninn Jorge Arantes. „Þrítugsaldurinn var erfiður og ég brotnaði niður," sagði hún í viðtali við Adeel Amini, blaðamann hjá Stúdentablaði Edinborgarháskólans.

„Það hefur sennilegast verið dóttir mín sem knúði mig til þess að leita mér hjálpar. Hún gerði mig jarðbundnari og ég hugsaði með mér, þetta er ekki rétt, þetta getur ekki verið rétt, hún getur ekki alist upp hjá mér í þessu ástandi," sagði Rowling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.