Enski boltinn

Ronaldo stefnir á 40 marka múrinn

Hinn 23 ára gamli Ronaldo hefur átt einstaka leiktíð með Manchester United
Hinn 23 ára gamli Ronaldo hefur átt einstaka leiktíð með Manchester United NordcPhotos/GettyImages

Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United stefnir óðfluga að því að ná áfanga sem aðeins tveir menn í sögu félagsins hafa náð áður - að skora 40 mörk á einni leiktíð.

Aðeins Denis Law og Ruud Van Nistelrooy hafa náð að brjóta 40 marka múrinn í sögu félagsins, en ef vængmaðurinn heldur áfram ótrúlegri markaskorun sinni fram á sumarið er ekki útilokað að hann komist í þennan hóp.

Ronaldo skoraði 32. og 33. markið sitt fyrir United á leiktíðinni gegn Bolton á dögunum og ef hann heldur áfram á sömu braut er ekki loku fyrir það skotið að hann nái 40 mörkum í þeim 10-13 leikjum sem eftir eru á leiktíðinni.

Landi hans og aðstoðarstjóri Untited, Carlos Queiroz, er einn þeirra sem hafa tröllatrú á drengnum.

"Það að slá met George Best yfir flest mörk skoruð af vængmanni var ótrúlegt afrek og ég fann það á mér í upphafi leiktíðar að Ronaldo væri að far að gera eitthvað alveg sérstakt í vetur. Við erum mjög ánægðir með hann og hver veit nema hann nái að skora mark að meðaltali í leik það sem eftir er af deildarkeppninni, það mundi hjálpa okkur mikið í baráttunni um titilinn," sagði Queiroz.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir atkvæðamestu markaskorara í sögu Manchester United á einstaka tímabilum:

46- Denis Law 1963/1964

44- Ruud van Nistelrooy 2002/2003

39- Denis Law 1964/1965

35- Ruud van Nistelrooy 2001/2002

34- Tommy Taylor 1956/1957

33- Cristiano Ronaldo 2007/2008

33- Billy Whelan 1956/1957

32- George Best 1967/1968

32- David Herd 1965/1966

32- Dennis Viollet 1959/1960

31- Brian McClair 1987/1988




Fleiri fréttir

Sjá meira


×