Enski boltinn

Rafa: Ferguson er að hræra í dómaranum

NordcPhotos/GettyImages

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að kollegi hans Alex Ferguson sé að reyna að hafa áhrif á dómarann fyrir stórleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Ferguson hefur farið þess á leit við dómara að þeir verndi Cristiano Ronaldo gegn grófum tæklingum, því hann eigi eftir að hrekjast úr deildinni ef dómarar vernda hann ekki.

Þetta þykja Rafa Benitez vera sálfræðibrellur hjá Ferguson.

"Ferguson er útsjónarsamur og hann var farinn að biðla til dómara strax fyrir síðasta leik og biður um það á ný fyrir leikinn gegn okkur. Dómararnir þekkja hann hinsvegar og þeir vita að Ronaldo fær enga sérmerferð hjá dómurum. Það sem hann sagði í síðustu viku kom mér ekki á óvart, en ég vil bara að bæði lið fái sömu meðferð hjá dómurum. Ég vil líka að leikmenn eins og Steven Gerrard og Fernando Torres í mínu liði fái vernd dómara," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×