Lífið

Jóhannesarpassía flutt í Hallgrímskirkju í dag

Unnendur tónlistar geta víða komist á tónleika yfir páskahátíðina, meðal annars í Hallgrímskirkju síðdegis í dag á vegum Listvinafélag kirkjunnar.

Schola cantorum og kammerhópurinn CAPUT ásamt einsöngvurum flytja Jóhannesarpassíu eistneska tónskáldsins Arvo Pärt. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Jóhannesarpassía Pärts er talin til höfuðverka tónskáldsins og sögð grípandi og áhrifamikil óratóría. Hún er nú flutt í fyrsta sinn á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.