Lífið

Breski stórleikarinn Paul Scofield allur

Breski óskarsverðlaunahafinn Paul Scofield er látinn 86 ára að aldri. Banamein hans var hvítblæði að því er umboðsmaður hans segir.

Scofield var meðal þekktustu leikara sinnar kynslóðar en meðal þeirra voru Richard Burton og Laurence Olivier. Ólíkt þeim kaus Scofield fremur leikhúsið að kvikmyndirnar en hann hlaut engu að síður Óskarsverðlaun árið 1966 fyrir túlkun sína á dýrlingnum Sir Thomas More í myndinni A Man For All Seasons.

Þrátt fyrir að Scofield hefði borist urmull tilboða um að leika í Hollywood-myndum valdi hann fremur að halda sig við leikhúsið þar sem hans verður minnst fyrir hlutverk í mörgum af verkum Williams Shakespeare eins og Lé konungi, Óþelló og Makbeð. Richard Burton mun hafa sagt um þennan samtímamann sinn að hann hafi átt átta ef tíu mestu leiksigrum í bresku leikhúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.