Lífið

Eigum FL Group allt að þakka – nema hæfileika Garðars

Einar Bárðarson
Einar Bárðarson

DV heldur því fram í dag að þrálátur orðrómur hafi verið undanfarin misseri að Beliver Music, fyrirtæki Einars Bárðarsonar, stæði höllum fæti og væri í miklum fjárhagslegum vandræðum. Einar segir það ekki rétt og segist ekki átta sig á þeim mikla áhuga á fjárhagsstöðu hans í Bretlandi því staða fyrirtækisins sé ágæt.

„Hún má alveg vera betri en er staðan ekki alltaf þannig. Vilja menn ekki alltaf meira, stærra, hærra og flottara. Við erum þó allavega með allar tekjurnar okkar í pundum og evrum. Ekki í krónunni sem núna er fallin með fjóra komma níu eins og segir í laginu. Hluthafarnir geta verið ánægðir með það," segir Einar Bárðarson í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort að vandamál FL group kæmu Believer útgáfunni ekki illa segir Einar: „Nei, þeir settu allt það fjármagn sem þeir ætluðu að setja í þetta verkefni um mitt síðasta ár. En þeir fylgjast með okkur og veita okkur góð ráð og aðstoða okkur í einu og öllu. Án þeirra værum við ekki hérna, við eigum þeim allt að þakka nema hæfileika Garðars Cortes"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.