Lífið

Sarah Jessica sár yfir kynþokkaleysi

Sarah Jessica Parker og eiginmaðurinn, Matthew Broderick, eru miður sín vegna nýrrar könnunar karlablaðsins Maxims, þar sem hún lenti í fyrsta sæti á lista yfir kynþokkaminnstu konur heims.

Blaðið setti hana í efsta sæti listans, fyrir ofan Amy Winehouse, Söndru Oh úr Grays Anatomy, Madonnu og Britney Spears, og sagði að hún líktist hrossi.

„Þetta er svo andstyggilegt," sagði Parker í viðtali við tímaritið Grazia. Hún sagði að kosningin hefði einnig lagst illa í eiginmanninn, þar sem hún gæfi óneitanlega í skyn að eitthvað væri að dómgreind hans.

Parker viðurkenndi að hún væri hvorki með risavaxin gerfibrjóst, bótox né stórar varir, og passaði kannski ekki inn í fegurðarímynd karlablaðanna. „En er ég í alvöru minnst kynþokkafull allra í heiminum? Það er svolítið sjokk," sagði leikkonan. „Hvað get ég gert? Maður getur víst ekki gert öllum til geðs."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.