Lífið

Fitusnauðir Merzedes-menn

„Við erum fallegasta hljómsveit landsins, held við getum fullyrt það," segir Egill Gillz Einarsson, af alkunnri hógværð. Samkvæmt nýjustu mælingum er samanlögð fituprósent hljómsveitarmanna fimm 30%, sem er eins og einn mjúkur meðal Íslendingur.

„Við lifum á próteinsjeikum, kjúklingabringum, ávöxtum og grænmeti," segir Gillz, sem inniheldur sjálfur eitthvað um sex prósent fitu, og lyftir lóðum eins og óður maður til að halda vextinum við. „Þú finnur ekki fimm manna band í heiminum í svona formi."

En það þarf fleira til en masókískt matarræði og lyftingar til að vera fagur. Egill segir að meðlimir sveitarinnar fari reglulega í fót- og handsnyrtingu og láti nudda sig og hnykkja. „Þetta er ekkert ódýrt prógramm."

Gillz lætur sér ekki nægja að vera í fallegasta bandi landsins. Hann ætlar líka að gera sitt til að aðrir landsmenn hlaupi ekki í spik, og opnaði fyrir nokkrum dögum sérstaka heimasíðu utan um fjarþjálfurnarverkefni sitt - fjarthjalfun.is.

Í sjónvarpsþættinum Kallarnir á Sirkus tók Gillz nokkra valinkunna landsmenn í gegn, vippaði þeim í form, gerði brúna og leiðbeindi um snyrtingu og fataval. Slíkt stendur ekki til núna, en Gillz nefnir þó aðspurður stjórmálamann sem hann hefði gaman af því að sætan. „Össur Skarphéðinsson. Það mætti snyrta á honum skeggið. Hann er hvítur og í yfirvigt. Það þarf að aðstoða hann," segir Gillz, og lofar að Össur yrði eins og nýr maður á eftir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.