Lífið

Saxað á forskot Ásdísar Ránar

Fast er sótt að Ásdísi Rán í keppninnni Is She Hot?, en einungis munar nú fjórum stigum á Ásdísi og næstu konu á lista. Sú heitir Tina Marie, og virðist hafa ákveðið að beita þeirri tækni að klæða sig sem minnst til að tryggja fylgi. Sem gengur ágætlega.

Keppnin fer þannig fram að lesendur heimasíðu keppninnar geta greitt stúlkunum atkvæði og gefið þeim einkunn einu sinni á dag. Sú stúlka sem er í efsta sæti í lok mánaðarins vinnur sér rétt til þáttöku í áströlskum raunveruleikaþætti þar sem sigurlaunin eru milljón dollarar.

Ásdís sat í efsta sæti nær allan síðasta mánuð, en féll niður í annað og tapaði naumlega síðasta daginn. Íslendingar höfðu verið duglegir að kjósa hana framan af mánuðinum, en síðustu dagana blés sú í öðru sæti í herlúðrana og skreið upp fyrir Ásdísi. Til að tryggja henni brautargegni nú er hægt að greiða henni atkvæði einu sinni á dag inni á vefsíðu keppninnar, www.isshehot.com.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.