Lífið

Minghella lést í kjölfar uppskurðar

Banamein leikstjórans Anthony's Minghella voru blæðingar í kjölfar skurðaðgerðar. Hann var skorinn upp í síðustu viku vegna krabbameins í kirtlum og hálsi. Fréttastöðin Sky hefur eftir umboðsmanni hans að aðgerðin hafi gengið vel og að læknar hafi verið bjartsýnir á batahorfur. Í gærkvöld hafi hinsvegar komið í ljós blæðingar sem ekki tókst að stöðva og drógu hann loks til dauða.

Minghella var frægastur er fyrir myndir sínar The English Patient og Cold Mountain. The English Patient, hampaði níu óskarsverðlaunum árið 1996 en myndir hans Cold Mountain og The Talented Mr. Ripley hlutu líka mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma.

Síðasta verkefni Minghella var aðlögun hans á hinni vinsælu bók Alexander McCall Smith, Kvenspæjarastofa númer eitt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.