Enski boltinn

Keane gæti fengið nítján milljóna sekt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Keane, leikmaður Tottenham.
Robbie Keane, leikmaður Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Ekki er útilokað að Robbie Keane verði sektaður um tveggja vikna laun, tæpar nítján milljónir króna, fyrir brjálæðiskast sitt í Manchester um helgina.

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, ákvað að taka Keane af velli á 68. mínútu leiksins gegn Manchester City og brást Keane hinn versti við. Hann reif af sér fyrirliðabandið þegar hann sá að hann ætti að fara út af og kastaði æfingagallanum sínum í grasið við varamannaskýlið.

Ramos hefur þegar lagt línurnar í þessum efnum en hann sektaði Pascal Chimbonda um tveggja vikna laun fyrir samskonar atvik í úrslitum deildabikarkeppninnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×