Enski boltinn

Martins sáttur við Keegan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Obafemi Martins var ekki sáttur við að vera tekinn af velli í gær.
Obafemi Martins var ekki sáttur við að vera tekinn af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images

Obafemi Martins segir að það séu engin ósætti milli hans og Kevin Keegan, knattspyrnustjóra Newcastle.

Keegan ákvað að skipta Martins út af þegar tíu mínútur voru til leiksloka í leik liðsins gegn Birmingham í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Martins var ekki ánægður með að fá ekki að klára leikinn enn hann segir að hann sé alls ekki ósáttur við Keegan.

„Það eru engin vandamál. Við erum með marga góða leikmenn og við höldum áfram á þessari braut verða engin vandamál. Það eina sem ég vil gera er að hjálpa félaginu sleppa við fall."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×