Lífið

Gere saklaus af ruddaskap

Kossinn sem virðist nokkuð sakleysislegur vakti mikla athygli.
Kossinn sem virðist nokkuð sakleysislegur vakti mikla athygli. MYND/AFP

Hæstiréttur Indlands hefur lýst málaferlum þar sem Hollywoodleikarinn Richard Gere er sakaður um ruddalega hegðun gegn indverskri leikkonu sem „hégómlegum." Dómari við réttinn sagði Gere saklausan, þetta væri endi málsins og leikaranum væri frjálst að koma til Indlands.

Á síðasta ári var gefin út handökuskipun á hendur Gere í landinu eftir að hann faðmaði og kyssti Bollywood leikkonuna Shilpa Shetty á góðgerðarsamkomu til að auka meðvitund almennings um eyðni.

Gere áætlar að fara til Indlands fljótlega og lögmaður hans hafði áfrýjað til réttarins til að forðast handtökuskipanir gegn honum.Árið 2007 gaf réttur í Rajasthan út handtökuskipun gegn honum vegna atviksins. Dómurinn vildi einnig að Shetty yrði kölluð fyrir vegna ákæru um að hún hefði ekki veitt viðnám þegar Gere kyssti hana.

Hollywood leikarinn sagði atvikið fyrst ekki vera neitt neitt, en baðst síðar afsökunar á að hafa móðgað einhvern.

Hæstiréttur sagði að áskanirnar hefðu haft slæm áhrif á orðspor landsins.

Shetty skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún varð fórnarlamb meintra kynþáttafordóma í breska raunveruleikaþættinum Celebrity Big Brother. Hún vann keppnina.

Gere er búddisti og heimsækir Indland reglulega. Hann hefur hitt Dalai lama nokkrum sinnum og tekur virkan þátt í baráttunni gegn alnæmi/HIV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.