Enski boltinn

Hermann er miðvörður

NordcPhotos/GettyImages

Fimm leikir eru nú byrjaðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson spilar stöðu miðvarðar í liði Portsmouth í dag þegar liðið tekur á móti Aston Villa. Ívar Ingimarsson er á sínum stað í vörn Reading sem sækir Liverpool heim.

Fyrsta markið í leikjunum fimm kom reyndar strax eftir fimm mínútna leik og það var Reading sem náði forystu gegn Liverpool á Anfield með þrumufleyg Marek Matejovski.

Derby 0-0 Man Utd

Liverpool 0-1 Reading

Portsmouth 0-0 Aston Villa

Sunderland 0-0 Chelsea

West Ham 0-0 Blackburn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×