Lífið

Dj Premier á Gauknum um helgina

Einn virtasti og áhrifamesti hip-hop plötusnúður heims, Dj Premier, ætlar að skemmta landanum á Gauki á stöng næsta laugardag í tilefni af sjö ára afmæli Kronik Enterntainment.

Dj Premier er á bak við fjölda slagara, enda hefur hann samið smelli fyrir mörg stærstu nöfnunum í bransanum, fólki á borð við Jay Z, Nas, Notorius B.I.G., Christinu Aguilera og Janet Jackson

Rapparinn Blaq Poet verður með í för, en um upphitun sjá þeir Dj Fingaprint, Dj B-Ruff og Dj Magic, auk þess sem hljómsveitin Bæjarins Bestu rifjar upp gamla takta.

Miðinn kostar 3000 kr og fæst á midi.is og í verslunum Skífunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.