Fótbolti

Henry saknar dóttur sinnar

NordcPhotos/GettyImages

Thierry Henry viðurkennir að erfiðleikar hans í einkalífinu og það að venjast því að leika nýja stöðu á vellinum séu helstu ástæður þess að hann hafi ekki spilað betur en raun ber vitni hjá Barcelona.

"Ég á við vandamál að stríða utan vallar eins og flestir vita. Dóttir mín er það mikilvægasta í mínu lífi en mér líður illa af því hef ekki hitt hana nema fimm sinnum síðustu átta mánuði. Þeir sem eiga börn geta ímyndað sér hvernig það er," sagði Henry. Hann skildi við konu sína í fyrra og því hefur hann ekki fengið mikið að hitta dóttur sína.

Hann vill ekki að fólk beri saman árangur hans hjá Arsenal og Barcelona. "Henry hjá Barcelona er allt annar leikmaður en Henry hjá Arsenal. Ég spila allt aðra stöðu en ég gerði áður, en ég er ekki að væla yfir þvi eða biðja þjálfarannn um að breyta því. Ég geri það sem hann segir mér," sagði Henry í samtali við Sun.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.