Enski boltinn

Ronaldinho: Ég mun aldrei spila fyrir Chelsea

NordcPhotos/GettyImages

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur ekki mikinn hug á að ganga í raðir Chelsea í framtíðinni ef marka má ummæli hans eftir 2-1 tap Barcelona á heimavelli gegn Villarreal í gærkvöldi.

"Ég veit að Chelsea hefur áhuga á að fá mig en það er lið sem ég hef engan áhuga á að spila með. Þegar við spiluðum við þá í Meistaradeildinni reyndu þeir að sparka í mig áður en þeir náðu til boltans og slíkar leikaðferðir eru ekki fyrir mig. Ef þeir reyndu að fá mig mundi ég segja nei takk - rétt eins og við Inter eða AC Milan. Ég er að reyna gera mitt besta hjá Barcelona," sagði Ronaldinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×