Enski boltinn

Lampard og Ballack ná vel saman

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lampard og Ballack.
Lampard og Ballack.

Margir knattspyrnusérfræðingar héldu því fram að Frank Lampard og Michael Ballack væru of líkir leikmenn til að geta leikið saman á miðjunni. Ljóst er að þeir þurfa að endurskoða það.

„Við höfum ekki spilað marga leiki saman en þegar við höfum gert það hefur gengið vel. Við höfum verið að ná vel saman og lagt upp mörk fyrir hvorn annan," sagði Lampard.

Lampard missti af leiknum gegn Barnsley. „Þetta tímabil hefur verið eitt það besta af minni hálfu," segir Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×