Enski boltinn

Megson: Við söknum Anelka

NordcPhotos/GettyImages

Gary Megson viðurkennir að Bolton sakni markaskorarans Nicolas Alelka sárlega, en liðið hefur aðeins skorað sex mörk í tíu leikjum síðan hann gekk í raðir Chelsea fyrir metfé.

"Við söknum Anelka mikið. Hann er einstakur leikmaður en við höfum náð þokkalegum úrslitum síðan hann fór. Okkur var hrósað fyrir að spila vel gegn Atletico Madrid í Evrópukeppninni og Nic var ekki með okkur þá. Hann var heldur ekki með okkur gegn Reading eða gegn Newcastle, "sagði Megson og vísaði í hagstæð úrslit liðsins síðan Anelka fór.

"Hann gaf okkur meira en mörk, en nú er hann farinn og við verðum að nýta það sem við höfum. Hann er leikmaður Chelsea núna og stendur sig vel," sagði Megson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×