Lífið

Undirfataverslun gefur flugfarþegum poka

Farþegar sem fara um Leifsstöð geta nú fengið poka frá La Senza sér að kostnaðarlausu.
Farþegar sem fara um Leifsstöð geta nú fengið poka frá La Senza sér að kostnaðarlausu.

„Ég er alltaf að ferðast með snyrtivörur og það pirraði mig að þurfa að hlaupa hring og borga tíkall fyrir pokann," segir Sjöfn Kolbeins hjá undirfataversluninni La Senza. Verslunin hefur ákveðið að gefa flugfarþegum sem ferðast um Flugstöð Leifs Eiríkssonar poka undir snyrtivörurnar.

„Við fengum bara þessa hugmynd og töluðum við tollinn sem tók jákvætt í þetta. Síðan ákváðum við auðvitað að setja lógóið okkar á pokana," segir Sjöfn en um er að ræða 30-35 þúsund poka.

Sigurbjörn Hallsson hjá tollinum á Keflavíkurflugvelli segir embættið hafa skaffað þessa poka fyrst eftir að reglur um vökva voru settar.

„Síðan hættum við því þar sem löndin í kringum okkur voru hætt, það er auðvitað aukakostnaður en þetta fyrirtæki bauðst til þess og við tókum því," segir Sigurbjörn sem er ánægður með framtak undirfataverslunarinnar.

„Þetta eru bara þægindi fyrir farþega sem er mjög gott. Það eru allir ánægðir sem er af hinu góða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.