Enski boltinn

Lampard sleppur við bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lampard fékk óverðskuldað rautt um helgina.
Lampard fékk óverðskuldað rautt um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Áfrýjun Chelsea á rauða spjaldinu sem Frank Lampard fékk í leiknum gegn West Ham um helgina hefur verið tekin til greina og samþykkt.

Lampard fékk beint rautt fyrir að slá til Luis Boa Morte í leiknum eftir að dómari leiksins, Peter Walton, ráðfærði sig við annan aðstoðardómarann.

Hins vegar þóttu sjónvarpsupptökur af atvikinu sýna að þetta hafi ekki gerst og því var þriggja leikja bannið sem hann hefði sjálfkrafa fengið dregið til baka.

Á sama fundi aganefndar enska knattspyrnusambandsins var svipað mál tekið til greina hvað varðaði Andy Griffin, leikmann Stoke. Hann var rekinn af velli í leik liðsins gegn QPR um helgina. Nefndin úrskurðaði að brottvísunin hafi verið óverðskulduð og því var bann hans dregið til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×