Enski boltinn

Moyes í samningaviðræður

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Moyes mun líklega skrifa undir samning við Everton á næstunni.
David Moyes mun líklega skrifa undir samning við Everton á næstunni.

Everton hefur staðfest að viðræður við knattspyrnustjórann David Moyes um nýjan samning fara af stað bráðlega. Moyes hefur verið sex ár á Goodison Park og er mikil ánægja með hans störf.

Moyes er 44 ára og hafa þessar viðræður verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Everton er sem stendur í fjórða sæti en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Þá er Everton komið í sextán liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×