Enski boltinn

Mörk helgarinnar komin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna þriðja marki Chelsea gegn West Ham um helgina sem Michael Ballack skoraði.
Leikmenn Chelsea fagna þriðja marki Chelsea gegn West Ham um helgina sem Michael Ballack skoraði. Nordic Photos / Getty Images

Öll 24 mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni má nú sjá á Vísi með því að smella hér.

Tveimur leikjum, Manchester City - Wigan og Derby - Sunderland, lauk með markalausu jafntefli en það má vitaskuld sjá samantekt úr þeim leik sem og öllum öðrum leikjum helgarinnar.

Vísir býður lesendum sýnum hér á landi upp á margs konar samantektir úr leikjum helgarinnar. Til að mynda samantekt úr öllum leikjunum, leikjum laugardagsins og leikjum sunnudagsins.

Þá er búið að taka saman sérstakt myndskeið með mörkum helgarinnar, liði helgarinnar, bestu markvörslunum og hinu svokallaða „gullna augnabliki."

Einnig er boðið upp á getraun vikunnar sem að þessu sinni spyr hver sé markahæsti útlendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Vísbending - hann skoraði 174 mörk á ferlinum í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×