Lífið

Tenórar framtíðarinnar verða vaxnir eins og Gazman

Hildur er ánægð með drengina.
Hildur er ánægð með drengina.
„Ég hef sjaldan haft jafn áhugasama og góða nemendur," segir Hildur Guðný Þórhallsdóttir tónlistakennari. Hún er í skýjunum yfir vöðvabúntunum í Merzedes Club, sem hún þjálfar fyrir þáttöku þeirra í Laugardagslögunum.

Söngvarar þurfa að hafa yfir að búa bæði liðleika og öflugri þind, og hafa flestir hingað til verið þekktir fyrir annað en þvottabretti. Einhverjir hefðu því kannski haldið að ofvaxinn brjóstkassi drengjanna væri þeim fjötur um fót. Hildur er ekki á því.

„Þarna getur maður sagt að þeir komi sterkir inn, ég hef aldrei haft nemendur sem hafa verið jafn fljótir að ná þindaröndun," segir Hildur „Það er ágætt að geta bara ýtt á einn vöðva og sagt: „Ég vil að þessi hreyfist". Þetta er allt utan á þeim þannig að þeir þurfa ekkert að ímynda sér þetta."

Aðspurð hvort óperusöngvarar framtíðarinnar verði þá allir fagurgulir og massaðir eins og Merzedes-menn sér hún það alveg fyrir sér. „Næstu tenórarnir þrír verða svona."

Hildur kennir einnig á píanó og er búin að fara yfir sólóin og taktana á hljómborðinu með Gillzenegger. Hún er sigurviss og spáir hópnum velgengni í Serbíu. „Við förum alla leið," segir hún að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.