Íslenski boltinn

FH fær meira en 20 milljónir fyrir Sverri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson.
Sverrir Garðarsson. Mynd/E. Stefán

Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að FH fær meira en 20 milljónir króna frá sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall fyrir Sverri Garðarsson.

Sundsvall og FH hafa komist að samkomulagi um kaupverð og er búist við því að Sverrir muni ganga formlega til liðs við félagið nú um helgina.

Fyrir hjá Sundsvall er Ari Freyr Skúlason sem lék áður með Häcken sem er einnig í Svíþjóð.

Sverrir hefur einnig verið orðaður við Viking í Noregi en forráðamenn Sundsvall fengu hann til félagsins og hrifust af því sem þeir sáu til hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×