Duisburg á eftir Þóru Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2008 16:54 Þóra Helgadóttir með Ásthildi, systur sinni. Mynd/Hörður Þýska úrvalsdeildarliðið Duisburg er á höttunum eftir Þóru Helgadóttur sem leikur með Anderlecht í Belgíu. Þóra sagði í samtali við Vísi að Duisburg hefði óskað eftir því að fá hana strax en að öðrum kosti að tímabilinu loknu. „Ég er með samning við Anderlecht út þetta tímabil sem þýðir að félagið þarf að gefa Duisburg leyfi til þess að ræða við mig. En eins og staðan er nú þá mun ég klára tímabilið hjá Anderlecht." Spurð hvort að hún hefði áhuga á að fara til Duisburg segir hún að það væri gott skef fyrir knattspyrnuferil sinn. „En það þarf að huga að mörgu öðru eins og til að mynda vinnu minni hér í Belgíu. Það er því ekki gott að segja eins og er." Þóra hefur átt í viðræðum við Anderlecht um nýjan samning og hefur nú þegar sett fram sínar kröfur. „Boltinn er hjá þeim eins og er. En ef ég verð áfram er líklegt að ég æfi eitthvað með karlaliðinu sem væri mjög spennandi fyrir mig. Ég gerði þetta alltaf heima og þær æfingar gáfu mér mjög mikið. Ég hélt reyndar að þetta væri ekki hægt hjá svo stóru félagi en það voru reyndar þeir sem stungu upp á þessu," sagði Þóra. „En þessi mál eru í skoðun eins og er." Þóra ákvað um daginn að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið en hún segir reyndar að það hafi verið tímabundin ákvörðun. „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun. Ég hef spilað með landsliðinu í næstum tíu ár en það voru persónuleg mál sem réðu mestu í þessum efnum." Hún segir einnig að það hafi ráðið miklu hversu mikill tími fer í landsliðið. „Það fara 30 vinnudagar á ári í landsliðið og það er allt sumarfríið hjá mér. Þar sem ég bý erlendis og fjölskyldan mín er heima setur það mig í erfiða stöðu." Þóra einbeiti sér því að félagsliði sínu sem hefur gengið vel í belgísku deildinni. „Tímabilið hefur gengið vonum framar. Við erum með ungt og mikið breytt lið frá síðustu leiktíð og höfum því komið á óvart. Sem stendur erum við í öðru sæti deildarinnar en verðum vonandi komin á toppinn þegar tímabilinu lýkur í maí." Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
Þýska úrvalsdeildarliðið Duisburg er á höttunum eftir Þóru Helgadóttur sem leikur með Anderlecht í Belgíu. Þóra sagði í samtali við Vísi að Duisburg hefði óskað eftir því að fá hana strax en að öðrum kosti að tímabilinu loknu. „Ég er með samning við Anderlecht út þetta tímabil sem þýðir að félagið þarf að gefa Duisburg leyfi til þess að ræða við mig. En eins og staðan er nú þá mun ég klára tímabilið hjá Anderlecht." Spurð hvort að hún hefði áhuga á að fara til Duisburg segir hún að það væri gott skef fyrir knattspyrnuferil sinn. „En það þarf að huga að mörgu öðru eins og til að mynda vinnu minni hér í Belgíu. Það er því ekki gott að segja eins og er." Þóra hefur átt í viðræðum við Anderlecht um nýjan samning og hefur nú þegar sett fram sínar kröfur. „Boltinn er hjá þeim eins og er. En ef ég verð áfram er líklegt að ég æfi eitthvað með karlaliðinu sem væri mjög spennandi fyrir mig. Ég gerði þetta alltaf heima og þær æfingar gáfu mér mjög mikið. Ég hélt reyndar að þetta væri ekki hægt hjá svo stóru félagi en það voru reyndar þeir sem stungu upp á þessu," sagði Þóra. „En þessi mál eru í skoðun eins og er." Þóra ákvað um daginn að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið en hún segir reyndar að það hafi verið tímabundin ákvörðun. „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun. Ég hef spilað með landsliðinu í næstum tíu ár en það voru persónuleg mál sem réðu mestu í þessum efnum." Hún segir einnig að það hafi ráðið miklu hversu mikill tími fer í landsliðið. „Það fara 30 vinnudagar á ári í landsliðið og það er allt sumarfríið hjá mér. Þar sem ég bý erlendis og fjölskyldan mín er heima setur það mig í erfiða stöðu." Þóra einbeiti sér því að félagsliði sínu sem hefur gengið vel í belgísku deildinni. „Tímabilið hefur gengið vonum framar. Við erum með ungt og mikið breytt lið frá síðustu leiktíð og höfum því komið á óvart. Sem stendur erum við í öðru sæti deildarinnar en verðum vonandi komin á toppinn þegar tímabilinu lýkur í maí."
Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira