Fótbolti

Egyptar vörðu titilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Egyptar fagna marki sínu í dag.
Egyptar fagna marki sínu í dag. Nordic Photos / AFP

Egyptaland varð í dag Afríkumeistari í knattspyrnu í sjötta sinn eftir 1-0 sigur á Kamerún í úrslitaleik.

Eina mark leiksins kom á 77. mínútu er Mohamed Aboutrike skoraði af stuttu færi eftir að Mohamed Zidan vann boltann af Rigobert Song.

Egyptar áttu sigurinn skilinn en þeir áttu skot í stöng á 61. mínútu leiksins.

Kamerún reyndi að verjast vel en það kom niður á Samuel Eto'o sem var einn í fremstu víglínu hjá liðinu. Hann fékk því úr litlu að moða úr leiknum.

Hann virtist togna aftan á læri undir lok leiksins en kláraði hann engu að síður.

Engin þjóð hefur unnið Afríkukeppnina oftar en Egyptaland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×