Fótbolti

Gana fékk bronsið á Afríkukeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien og Didier Drogba, liðsfélagarnir hjá Chelsea, mættust í bronsleiknum í gær.
Michael Essien og Didier Drogba, liðsfélagarnir hjá Chelsea, mættust í bronsleiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Gana vann í gær Fílabeinsströndina í leik um þriðja sætið á Afríkukeppninni, 4-2, eftir að hafa lent 2-1 undir í leiknum.

Sigurinn var sárabót fyrir heimamenn sem töpuðu naumlega fyrir Kamerún í undanúrslitaleiknum, 1-0.

Sulley Muntari kom Gana yfir með marki beint úr aukaspyrnu en Boubacar Sanogo skoraði tvívegis og kom Fílabeinsströndinni yfir.

Quincy Owusu-Abeyie jafnaði svo metin þegar hálftími var liðinn af leiknum en næsta mark kom ekki fyrr en tíu mínútur voru til leiksloka.

Junior Agogo skoraði þriðja mark Gana og Hamanu Draman innsiglaði svo sigurinn fimm mínútum síðar.

Klukkan 17.00 í dag mætast Egyptaland og Kamerún í úrslitaleik keppninnar en Egyptar eru ríkjandi meistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×