Innlent

Ásatrúarfélagið leitar til norskra sérfræðinga í Evrópurétti

Ásatrúarfélagið hefur leitað til norskra, sem og íslenskra, sérfræðinga í Evrópurétti í undirbúningi sínum fyrir mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannrétindadómstól Evrópu.

Málið á að höfða vegna þeirrar mismunar sem er á greiðslum sóknargjalda til annarra trúsafnaða og þjóðkirkjunnar. Sem stendur fær þjóðkirkjan 30% hærri greiðslur en aðrir söfnuðir.

Hilmar Örn Hilmarsson segir að Ásatrúarmenn hafi enn þrjá mánuði til stefnu til að leggja málið fyrir Mannréttindadómstólinn. Hvað varðar hina norsku sérfræðinga segir Hilmar Örn að það séu lögfræðingar sem nýlega unnu mál gegn norska ríkinu við dómstólinn. Málið var höfðað til að banna kristið trúboð í skólum í Noregi.

"Við leitum einnig álitis hjá íslenskum sérfræðingum í Evrópurétti," segir Hilmar Örn í samtali við Vísi. "Þessi vinna er í fullum gangi og vonandi getum við fljótlega lagt málið fyrir."

Hilmar Örn segir að sú mismunun sem sé í gangi hvað sóknargjöldin varðar komi einna verst niður á kaþólska söfnuðunum hér. Hann sé sá stærsti utan þjóðkirkjunnar og skili miklu starfi um land allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×