Fótbolti

Egyptar og Kamerúnar leika til úrslita í Afríkukeppninni

Egyptar eru komnir í úrslit Afríkukeppninnar
Egyptar eru komnir í úrslit Afríkukeppninnar Nordic Photos / Getty Images
Egyptar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu með öruggum 4-1 sigri á Fílabeinsstrendingum. Egyptar leiddu 1-0 í hálfleik og fá nú tækifæri til að verja titil sinn í keppninni. Framherjinn Amr Zaki skoraði tvö mörk með fimm mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik og tryggði sigur Egypta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×