Fótbolti

Romario hættir afskiptum af knattspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Romario við þjálfarastörfin.
Romario við þjálfarastörfin. Nordic Photos / AFP

Romario tilkynnti í gær að í lok mars muni hann hætta að spila knattspyrnu og jafnframt hætta þjálfun Vasco de Gama.

Romario hefur unnið við knattspyrnu undanfarin 27 ár en hann er 42 ára gamall. Hann mun að ferli sínum loknum, þann 30. mars næstkomandi, snúa sér að því að aðstoða brasilíska knattspyrnusambandið í undirbúningi þess fyrir HM 2014 sem verður haldið þar í landi.

Hann er þessa dagana að taka út bann sem hann var settur í eftir að hann féll á lyfjaprófi. Í ljós kom að skallalyf sem hann notaði innihélt lyf sem voru á bannlista FIFA.

Hans verður væntanlega minnst fyrir að hafa náð að skora meira en þúsund mörk á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×