Fótbolti

Capdevila tryggði Spánverjum sigur á Frökkum

Capdevila fagnar sigurmarki sínu
Capdevila fagnar sigurmarki sínu AFP

Spánverjar lögðu Frakka 1-0 í æfingaleik á Malaga í kvöld þar sem mark bakvarðarins Joan Capdevila tryggði heimamönnum sigurinn í lokin. Franska liðið var betri aðilinn lengst af í leiknum, en Iker Casillas varði vel í spænska markinu.

Framherjinn Bojan Krkic missti af tækifæri til að verða yngsti leikmaður í sögu spænska liðsins til að spila landsleik, en hann fékk magakveisu og gat ekki komið við sögu.

Fernando Torres, framherji Liverpool, meiddist eftir rúmlega 20 mínútur og þurfti að fara af velli. Talið er að hann hafi tognað á læri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×