Fótbolti

Öruggt hjá Þjóðverjum í Vín

Klose skoraði sitt 37. mark fyrir landsliðið í kvöld
Klose skoraði sitt 37. mark fyrir landsliðið í kvöld Nordic Photos / Getty Images

Þjóðverjar voru lengi í gang í kvöld þegar þeir sóttu granna sína í Austurríki heim í Vín. Markalaust var eftir fjörugan fyrri hálfleik en Þjóðverjarnir skoruðu þrjú mörk í þeim síðari og unnu öruggan sigur.

Thomas Hizlsperger kom Þjóðverjum á bragðið með þrumuskoti á 53. mínútu og tíu mínútum síðar skoraði markahrókurinn Miroslav Klose sitt 37. landsliðsmark á ferlinum og kom gestunum í 2-0.

Það var svo varamaðurinn Mario Gomez sem innsiglaði sigur Þjóðverja með skallamarki á 80. mínútu.

"Við byrjuðum frekar illa en við nýttum færin okkar í leiknum, en þeir ekki," sagði Michael Ballack, fyrirliði þýska liðsins eftir sinn fyrsta landsleik síðan í mars á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×