Fótbolti

Fjölmargir vináttulandsleikir í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard verður fyrirliði Englands í kvöld.
Steven Gerrard verður fyrirliði Englands í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Í dag eru fjölmargir vináttulandsleikir á dagskrá þar sem hæst ber landsleikur Englands og Sviss.

Þetta er fyrsti leikur Englands undir stjórn Fabio Capello og bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig honum tekst til.

Ísland mætir Armeníu klukkan 16.30 í dag í lokaumferð æfingamótsins á Möltu. Ísland hefur til þessa tapað báðum leikjum sínum, gegn Hvíta-Rússlandi og Möltu.

Þá eru margir afar athyglisverðir leikir á dagskrá, svo sem Spánn - Frakkland og Ítalía - Portúgal.

Bein útsending verður á Sýn frá leik Englands og Sviss og hefst hún klukkan 19.50. Strax á eftir þeim leik verður viðureign Írlands og Brasilíu sýnd. Sá leikur verður hins vegar í beinni útsendingu á Sýn extra klukkan 19.45.

Vináttulandsleikir í dag:



14.00 Georgía - Lettland

14.00 Moldóva - Kasakstan

16.00 Makedónía - Serbía

16.00 Kýpur - Úkraína

16.30 Armenía - Ísland

17.00 Ungverjaland - Slóvakía

18.30 Tyrkland - Svíþjóð

18.45 Malta - Hvíta-Rússland

18.45 Ísrael - Rúmenía

19.00 Úrúgvæ - Kólumbía

19.00 Slóvenía - Danmörk

19.15 Grikkland - Finnland

19.30 Pólland - Tékkland

19.30 Króatía - Holland

19.35 Austurríki - Þýskaland

19.45 Norður-Írland - Búlgaría

19.45 Ítalía - Portúgal

19.45 Írland - Brasilía

19.45 Wales - Noregur

20.00 England - Sviss

20.00 Spánn - Frakkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×