Fótbolti

Kamerún vann Túnis í framlengdum leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Geremi skoraði fyrir Kamerún í kvöld.
Geremi skoraði fyrir Kamerún í kvöld.
Kamerún komst í kvöld í undanúrslit Afríkukeppninnar með því að vinna Túnis 3-2 eftir framlengdan leik. Stephane Mbia var hetja Kamerúna en hann skoraði sigurmarkið og einnig fyrsta markið í leiknum.

Mbia braut ísinn eftir skógarhlaup hjá markverði Túnisa og Geremi bætti síðan við marki. En þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir gáfust Túnisar ekki upp og náðu að jafna í 2-2 með mörkum frá Chaouki Ben Saada og Yassine Chikhaoui.

Jöfnunarmarkið kom þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Kamerúnar voru nálægt því að tryggja sér sigurinn áður en flautað var til loka 90 mínútna. En sigurmarkið kom í fyrri hálfleik framlengingar og Kamerún mun mæta heimamönnum í Gana í undanúrslitum.

Þetta var síðasti leikur átta liða úrslita Afríkukeppninnar en undanúrslitaleikirnir verða á fimmtudag.

Undanúrslit:

Egyptaland - Fílabeinsströndin

Gana - Kamerún



Fleiri fréttir

Sjá meira


×